Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Reykjavíkurleikarnir um helgina

Reykjavíkurleikjameistarar 2011, Guðmundur E. Stephensen og Halldóra Ólafs.

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram næstu helgi, 20-22 janúar í Laugardalnum.   Að venju verður keppt í borðtennis eða á laugardeginum 21. janúar í TBR húsinu og hefjast leikar kl. 15:30.  Á mótið er boðið bestu borðtennismönnum og konum landsins.  Einnig taka þátt í mótinu Adam Harðarson sem spilar nú, þjálfar og æfir í Svíþjóð og Nathan Van Der Lee sem er einn sterkasti leikmaður Hollendinga.  Auglýsingu fyrir mótið er að finna hér.

Aðrar fréttir