Riðill í Europe Trophy keppni karla í Reykjavík 9.-10. desember
Einn riðill í Europe Trophy keppni karla fer fram í Íþróttahúsi Hagaskóla í Reykjavík 9.-10. desember og verður Borðtennisdeild KR gestgjafi. Lið BH leikur einnig í þessum riðli, sem og lið frá Eistlandi, Finnlandi, Litháen og Svíþjóð.
Liðum í keppninni er skipt upp í nokkra riðla, og fara 12 lið í heild áfram í lokakeppnina, og koma tvö þeirra úr riðlinum sem fer fram í Reykjavík. Lokakeppnin fer fram vorið 2024.