RIG: Guðbjörg Vala og Maksymilian Alot sigurvegarar
Borðtennismót Reykjavíkurleikanna – RIG 2026 – fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal laugardaginn 24. janúar í umsjón Borðtennisdeildar Víkings.
Mótið tókst mjög vel þar sem 22 leikmenn mættu til leiks í karlaflokki og 12 keppendur í kvennaflokki. Góðir gestir komu frá Færeyjum, Svíþjóð, Kína og Póllandi. Mikið var um jafna skemmtilega og spennandi leiki.
Yfirdómari mótsins var Pétur Ó. Stephensen.
Í karlaflokki léku í undanúrslitum Magnús Gauti Úlfarsson BH gegn Benedikt Jóhannsyni Víkingi en leikar fóru þannig að Magnús sigraði 4 – 0 eftir góða leiki.
Í hinum undanúrslitaleiknum lék Maksymilian Alot Póllandi gegn Albert Whe Wolfsberg Færeyjum leikar fóru þannig að Maksymilian Alot sigraði nokkuð örugglega 4 – 0.
Úrslitaleikinn léku því Maksymilian Alot gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni BH. Maksymilian lék mjög vel og sigraði eftir jafna og spennandi leiki 4 – 2 (11-9, 6-11, 11-6, 8-11, 11-9 og 11-7).
Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Nevena Tasic Víkingur gegn Nina Alot Póllandi, Nevena sigraði nokkuð örugglega 4 – 1
Í hinum undanúrslitaleiknum lék Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir KR gegn Magneu Ólafs Víkingi, leikar fóru þannig að Guðbjörg Vala sigraði 4 – 0
Úrslitaleikinn léku því Guðbjörg Vala gegn Nevena Tasic Víkingi,
Guðbjörg Vala sigraði að lokum eftir æsispennandi og vel spilaða leiki 4 – 3 (4-11, 11-6, 11-4, 2-11, 8-11, 11-7 og 11-8)
Úrslitin í mótinu voru þannig:
Einliðaleikur karla:
1. Maksymilian Alot Pólland
2. Magnús Gauti Úlfarsson BH
3-4. Benedikt Jóhannsson Víkingur
3-4. Albert Ehe Wolfsberg Færeyjar

Einliðaleikur kvenna:
1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir KR
2. Nevena Tasic Víkingur
3-4. Nina Alot Póllandi
3-4. Magnea Ólafs Víkingur



