Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Röð leikmanna inn á lokamót Grand Prix og aldursflokkamótaraðarinnar

Dregið hefur verið um röð leikmanna inn á lokamót Grand Prix og aldursflokkamótaraðarinnar í þeim tilfellum þar sem tveir eða fleiri leikmenn höfðu jafnmörg stig að loknum mótum vetrarins. Sjá má röðina í meðfylgjandi skjölum.

Röð leikmanna á lokamóti aldursflokkamótaraðarinnar: lokamót-Aldursflokkamótaraðarinnar-2017-dráttur

Röð leikmanna á lokamóti Grand Prix mótaraðarinnar: Lokamót Grand Prix 2017 röð leikmanna

Skv. reglugerðum um lokamótin mætast leikmenn nr. 1 og 8, 2 og 7, 3 og 6 og 4 og 5. Á báðum lokamótum færast leikmenn upp um sæti ef einhver sem var ofar en þeir í röðinni mæta ekki til leiks á lokamótinu. Það er því ekki endanlega ljóst fyrr en á mótsstað hverjir mætast á lokamótinu.

Á ársþingi BTÍ 2014 voru samþykktar eftirfarandi breytingar á reglugerðum um Grand Prix mót og aldursflokkamótaröðina frá Gunnari Snorra Ragnarssyni, skv. fundargerð frá ársþinginu:

„Gunnar Snorri flytur næst tillögu um Grand Prix mót. Breytingin felst í að bæta við 1. gr. reglugerðarinnar:

Í næstu umferð leika svo sigurvegarar hjá nr. 1 og nr. 8 gegn sigurvegara nr. 4 og nr. 5 og sigurvegarar hjá nr. 3 og nr. 6 gegn sigurvegara nr. 2 og nr. 7. Mæti einhver boðaðra leikmanna ekki til leiks dettur hann úr töflu og leikmenn fyrir neðan hliðrast upp um sæti. Þá mega næstu leikmenn í röðinni sem ekki komust inn skipa neðstu sæti ef þeir eru á svæðinu tilbúnir til leiks og skal hlutkesti ákvarða röðina.

Samþykkt einróma.

Um unglingamótaröðina bætist við 1. gr.:
Í næstu umferð leika svo sigurvegarar hjá nr. 1 og nr. 8 gegn sigurvegara nr. 4 og nr. 5 og sigurvegarar hjá nr. 3 og nr. 6 gegn sigurvegara nr. 2 og nr. 7. Mæti einhver boðaðra leikmanna ekki til leiks dettur hann úr töflu og leikmenn fyrir neðan hliðrast upp um sæti. Þá mega næstu leikmenn í röðinni sem ekki komust inn skipa neðstu sæti ef þeir eru á svæðinu tilbúnir til leiks og skal hlutkesti ákvarða röðina.

Samþykkt einróma.“

 

ÁMU

Aðrar fréttir