Rúmenar sigursælastir á EM unglinga
Rúmenía vann flest gullverðlaun á EM unglinga, sem er nýlokið í Malmö. Rúmenar unnu 4 gullverðlaun og 11 verðlaun alls, en næstir komu Pólverjar, sem líka fengu 11 verðlaun, þar af þrenn gullverðlaun. Frakkar fengu 10 verðlaun, en aðeins einn gullverðlaun.
Evrópumeistarar á mótinu voru þessir:
Liðakeppni júníor drengja 16-18 ára: Rúmenía
Liðakeppni júníor stúlkna 16-18 ára: Frakkland
Liðakeppni kadett sveina -15 ára: Ítalía
Liðakeppni kadett meyja -15 ára: Þýskaland
Einliðaleikur júníor drengja 16-18 ára: Darius Movileanu, Rúmeníu
Einliðaleikur júníor stúlkna 16-18 ára: Bianca Mei Rosu, Rúmeníu
Einliðaleikur kadett sveina -15 ára: Patryk Zyworonek, Póllandi
Einliðaleikur kadett meyja -15 ára: Hanka Kodetova frá Tékklandi (annað árið í röð)
Tvíliðaleikur júníor drengja 16-18 ára: Iulian Chirita/Andrei Istrate, Rúmeníu
Tvíliðaleikur júníor stúlkna 16-18 ára: Veronika Matiunina/Nicole Arlia, Úkraínu/Ítalíu.
Tvíliðaleikur kadett sveina -15 ára: Patryk Zyworonek/Samuel Michina, Póllandi
Tvíliðaleikur kadett meyja -15 ára: Nina Skerbinz/Elina Fuchs, Austurríki
Tvenndarleikur júníor 16-18 ára: Daniel Berzosa/Veronika Matiunina, Spáni/Úkraínu
Tvíliðaleikur kadett -15 ára: Aleks Pakula/Katarzyna Rajkowska, Póllandi