Rúmenar sigursælir á EM unglinga
Rúmenar voru sigursælir á EM unglinga í Póllandi, en mótinu lauk með úrslitaleikjum í einliðaleik sunnudaginn 23. júlí.
Í einliðaleik drengja og stúlkna áttu Rúmenar fimm af átta verðlaunahöfum, þeirra á meðal Evrópumeistarana. Eduard Ionesu sigraði annað árið í röð í drengjaflokki og Elena Zaharia í stúlknaflokki.
Í einliðaleik í flokki kadetta 15 ára og yngri varð Tiago Abiodun frá Portúgal Evrópumeistari í sveinaflokki og Hanka Kodetova frá Tékklandi í meyjaflokki. Hann var líka valinn mikilvægasti leikmaðurinn í liðakeppninni.
Darius Movileanu og Eduard Ionescu frá Rúmeníu sigruðu í tvíliðaleik drengja, annað árið í röð, en í tvíliðaleik stúlkna urðu Zuzanna Wielgos og Anna Brzyska frá Póllandi Evrópumeistarar. Mateusz Sakowicz og Patryk Zyworones frá Póllandi sigruðu í tvíliðaleik sveina og Koharu Itagaki og Josephina Neumann frá Þýskalandi í tvíliðaleik meyja.
Í tvenndarleik í juniorflokki (16-18 ára) sigruðu Darius Movileanu and Elena Zaharia frá Rúmeníu og í kadettflokki þau Nathan Pilard og Nina Guo Zheng frá Frakklandi.
Rúmenar sigruðu í liðakeppni drengja og stúlkna, Portúgal í liðakeppni sveina og Þýskaland í liðakeppni meyja.