Rúmenía og Þýskaland Evrópumeistarar í liðakeppni
Evrópumeistaramótinu í liðakeppni lauk í Lúxemborg í dag. Rúmenía batt enda á sigurgöngu Þýskalands, sem sigraði á mótinu 2013, 2014, 2015, þegar síðast var leikið í liðakeppni. Liðin mættust í úrslitaleiknum og sigraði Rúmenía 3-2. Holland og Rússland fengu bronsið.
Þýskaland endurheimti titilinn í karlaflokki þar sem liðið lagði Portúgal 3-0 í úrslitum. Þessi sömu lið voru í úrslitum árið 2014 en Austurríki var ríkjandi meistari í karlaflokki frá árinu 2015. Frakkland og Slóvenía urðu í 3.-4. sæti.
Á þinginu var samþykkt að 24 lið leiki til úrslita í liðakeppni á næsta Evrópumóti í liðakeppni. Þar á undan verður forkeppni í A og B deildum.
Myndir af vef ETTU.
ÁMU