Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Rúmenía og Þýskaland Evrópumeistarar í liðakeppni

Rúmenía varð Evrópumeistari í liðakeppni kvenna og Þýskaland í liðakeppni karla á Evrópumeistaramótinu sem lauk í Nantes í Frakklandi 8. september. Alls kepptu 24 lið í hvorum flokki fyrir sig.

Þýsku karlarnir unnu öruggan 3-0 sigur í úrslitaleiknum gegn Portúgal og vörðu titilinn sem þeir unnu á síðasta móti. Þeir Timo Boll, Dimitrij Ovtcharov og Patrick Franziska unnu þar að auki alla einliðaleiki sína á mótinu. Frakkland og Svíþjóð urðu í 3.-4. sæti.

Í kvennaflokki sigraði Rúmenía Portúgal 3-0 í úrslitaleiknum og varði sömuleiðis titil sinn. Liðið skipuðu Bernadette Szocs, Daniela Dodean Monteiro og Elizabeta Samara. Ungverjaland og Pólland höfnuðu í 3.-4. sæti.

Á forsíðumyndinni, sem tekin var af vef ETTU, sjást rúmensku konurnar fagna sigri.

Aðrar fréttir