Rúmlega 100 keppendur á Íslandsmóti unglinga
Rúmlega 100 keppendur frá 10 félögum voru skráðir til keppni á Íslandsmóti unglinga, sem fer fram í KR-heimilinu við Frostaskjól 19.-20. mars. Borðtennisdeildir KR og BH halda mótið í sameiningu.
Laugardaginn 19. mars var keppt til úrslita í tvenndarleik og í riðlum í einliðaleik. Keppni lauk í þremur stúlknaflokkum en í telpnaflokki verður leikið í undanúrslitum og úrslitum sunnudaginn 20. mars. Þá lýkur einnig keppni í drengjaflokkum. Sunnudagsmorguninn 20. mars er einnig keppt í tvíliðaleik.
Íslandsmeistarar dagsins í einliðaleik eru: Natália Marciníková, KR í flokki táta 11 ára og yngri, Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi í meyjaflokki 14-15 ára og Kristjana Áslaug Thors, KR í stúlknaflokki 16-18 ára.
Í tvenndarleik sigruðu: Tómas Hinrik Holloway og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR í flokki 13 ára og yngri, Anton Óskar Ólafsson og Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi í flokki 14-15 ára og Steinar Andrason og Kristjana Áslaug Thors, KR í flokki 16-18 ára.
Á forsíðunni má keppendur á setningarathöfn mótsins, en þá voru yngri keppendurnir mættir til leiks.