Rúmlega 70 keppendur á aldursflokkamóti Dímonar fyrsta vetrardag
Aldursflokkamót Dímonar í borðtennis fór fram laugardaginn 26. október sl. Rúmlega 70 keppendur frá 9 félögum kepptu á mótinu, stóðu þau sig öll með miklum sóma og geta öll félög verið afar stolt af sínum keppendum. Einstaklega ánægjulegt var að sjá keppendur frá Stokkseyri í fyrsta sinn á mótinu og einnig má nefna að aldrei hafa fleiri tátur, 11 ára og yngri, keppt á þessu móti eða 10 talsins.
Úrslit í aldursflokkum voru eftirfarandi:
11 ára og yngri hnokkar
1. Ólafur Kolbeinn Eiríksson Garpur
2. Esteban Gabríel Gunnarsson Garpur
3.-4. Sigursteinn Ingi Jóhannsson Garpur
3.-4. Jón Guðmundsson Garpur
11 ára og yngri tátur sjá mynd á forsíðu
1. Marsibil Silja Jónsdóttir Dímon
2. Dagný Lilja Ólafsdóttir Dímon
3.-4. Guðbjörg Stella Pálmadóttir Garpur
3.-4. Ída Þorgerður Ingadóttir Stokkseyri
12 – 13 ára piltar
1. Sindri Þór Rúnarsson HK
2. Benjamín Bjarki Magnússon BH
3.-4. Jörundur Steinar Hansen HK
3.-4. Guðmundur Ólafur Bæringsson Garpur
12 – 13 ára telpur
1. Viktoría Alba Guðmundsdóttir Dímon
2. Elín Sigríður Brynjólfsdóttir Dímon
3. Madeline Boulton Dímon
14 – 15 ára sveinar
1. Heimir Karl Rafnsson Umf. Selfoss
2. Adam Lesiak Víkingur
3. Almar Elí Ólafsson Umf. Selfoss
4. Sigurður Einar Aðalsteinsson, BH
14 – 15 ára meyjar
1. Emma Niznianska BR
2. Þórunn Erla Gunnarsdóttir KR
3.-4. Guðný Lilja Pálmadóttir Garpur
3.-4. Marta Dögg Stefánsdóttir KR
16 – 18 ára drengir
1. Benedikt Aron Jóhannsson Víkingur
2. Anton Óskar Ólafsson Garpur
3.-4. Elvar Ingi Stefánsson Umf.Selfoss
3.-4. Lúkas Týr Sigurðsson Dímon
16 – 18 ára stúlkur
1. Weronika Grzegorczyk Garpur
2. Magnea Ósk Hafsteinsdóttir Dímon
3. Hildur Vala Smáradóttir Dímon
Heildarúrslit má finna á Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/tournament/A15DF462-92A6-414D-BEDD-089CECE7D57E
Frétt og myndir frá Dímon.