Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Samherjar-A enn í forystu í norðurriðli 2. deildar

Helgina 5.-6. febrúar voru fimm leikir á dagskrá í norðurriðli 2. deildar. Hins vegar fór svo að aðeins einn leikur var leikinn, þar sem hvorki Akur-B né Samherjar-B, gátu stillt upp a.m.k. tveggja manna liði á leikdag. Samherjar-A eru enn efstir og ósigraðir í norðurriðlinum að loknum þremur leikjahelgum og hafa 12 stig eftir 6 leiki.

Úrslit úr einstökum leikjum

  • Akur-B/Æskan – Samherjar-C 0-3 (Akur-B voru ekki með mannað lið)
  • Akur-B/Æskan – Samherjar-A 0-3 (Akur-B voru ekki með mannað lið)
  • Samherjar-B – Akur-A 0-3 (Samherjar-B voru ekki með mannað lið)
  • Samherjar-A – Samherjar-C 3-0
  • Samherjar-B – Akur-B/Æskan 0-0 (hvorugt liðið var með mannað lið)

Ein helgi er eftir í norðurriðlinum og lýkur keppni laugardaginn 13. febrúar.

Sjá má stöðuna í riðlinum á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=7A149223-4A57-42D9-9F95-ED364B4DC06E&draw=5

Forsíðumynd frá Íslandsmóti unglinga 2019.

Aðrar fréttir