Samherjar-A sigruðu Æskuna í norðurriðli 2. deildar
Æskan tók á móti A-liði Samherja í síðasta leik sínum á keppnistímabilinu í norðurriðli 2. deildar þann 29. mars. Samherjar-A sigruðu 4-2. Æskan lauk keppni í riðlinum með 6 stig. Samherjar-A hafa líka 6 stig en eiga einum leik ólokið.
Úrslit úr einstökum leikjum
Æskan – Samherjar-A 2-4
- Matthías Benjamínsson – Heiðmar Sigmarsson 0-3
- Ingvar Gylfason – Úlfur Hugi Sigmundsson 3-2
- Sævar Gylfason – Hildur Marín Gísladóttir 3-1
- Ingvar/Matthías – Heiðmar/Úlfur 1-3
- Ingvar Gylfason – Heiðmar Sigmarsson 2-3
- Matthías Benjamínsson – Hildur Marín Gísladóttir 0-3
Á forsíðumyndinni er lið Æskunnar í febrúar.
ÁMU