Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Samherjar sigursælir í 2. deild norður

Keppni er hafin í 2. deild karla norður. Í deildina eru skráð 8 lið frá þremur félögum, fjögur frá Akri, þrjú frá Samherjum og eitt frá Æskunni.

Fimmtudaginn 5. nóvember mættust Æskan og C-lið Samherja og sigruðu Samherjamenn 4-2. Föstudaginn 6. nóvember léku svo A og B-lið Samherja innbyrðis og sigraði B-liðið 4-1.

Úrslit úr einstökum leikjum:

Æskan – Samherjar-C 2-4

  1. Þorri Starrason – Ólafur Ingi Sigurðarson 0-3
  2. Sævar Gylfason – Pálmi Heiðmann Birgisson 3-0
  3. Jan Erik Jessen – Sigurður Eiríksson 0-3
  4. Sævar/Þorri –  Ólafur/Sigurður 1-3
  5. Sævar Gylfason – Ólafur Ingi Sigurðarson 3-0
  6. Þorri Starrason – Sigurður Eiríksson 1-3

Samherjar-A – Samherjar-B 1-4

  1. Heiðmar Sigmarsson – Jón Elvar Hjörleifsson 0-3
  2. Úlfur Hugi Sigmundsson – Sigurður Ingi Friðleifsson 3-1
  3. Hildur Marin Gísladóttir – Rósberg Halldór Óttarsson 0-3
  4. Heiðmar/Úlfur – Jón Elvar/Rósberg 1-3
  5. Úlfur Hugi Sigmundsson – Jón Elvar Hjörleifsson 0-3

Úrslit úr öllum leikjum í 2. deild norður verða birt á vef Tournament Software á slóðinni http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=39E8E7D7-07D6-4372-BE4E-70C42B18D1BF&draw=4. Nokkra daga getur tekið áður en úrslitin verða komin inn á síðuna.

Tvö efstu liðin í norðurdeildinni mæta tveimur efstu liðunum í suðurdeildinni í úrslitakeppni næsta vor. Liðið sem vinnur 2. deildina fer upp í 1. deild en liðið í 2. sæti leikur við  liðið í 5. sæti í 1. deild um sæti í 1. deild að ári.

Á myndinni má sjá B-lið Samherja, f.v. Jón Elvar, Sigurð Inga og Rósberg Halldór.

 

ÁMU

Aðrar fréttir