Sannkölluð borðtennisveisla í kvöld og á morgun
Í kvöld verður nóg um að vera í TBR húsinu Gnoðavogi en þar fara fram tveir stórleikir. Annars vegar í úrslitakeppni 1.deildar karla og svo lokaleikur toppliðanna í 1.deild kvenna en þar verður hart barist um Deildarmeistaratitilinn 2014. Morgundagurinn er ekki af verri endanum en þá fer fram úrslitaleikurinn í 2.deild karla í íþróttahúsi Hagaskóla.
2.apríl:
Víkingur-B – KR-A kl: 19:00 í TBR (2.umferð í úrslitakeppni 1.deildar karla) (0-1)
Víkingur – KR-A kl: 20:00 í TBR (Lokaumferð í 1.deild kvenna – Úrslitaleikur)
3.apríl:
BH – HK kl: 19:30 í íþróttahúsi Hagaskóla (Úrslitaleikur í 2.deild karla)
DFG