Seinni dagur Alþjóðadómaranámskeiðs BTÍ.
Fyrr í dag lauk síðari degi Alþjóðadómaranámskeiðsins en námskeiðið fór fram í aðstöðu BH í Hafnarfirði. Þátttakendur fengu í lok námskeiðsins í hendur glærur námskeiðsins sem og upplýsingar um lesefni fyrir próf ITTF fyrir Alþjóðadómara, white badge.
Stig dómara eru eftirfarandi: Félagsdómari – Landsdómari – Alþjóðadómari (white badge) – Alþjóðadómari (blue badge) – Elite Alþjóðadómari. Utan við þetta ferli eru sérstök próf fyrir „Tournament referee“ þar sem kröfurnar verða strangari eftir því sem mótin verða stærri. Mismunandi reglur gilda milli mismunandi deilda og móta, t.d. er það leyfilegt í þýsku bundeslingunni fyrir þjálfara að leiðbeina leikmanni meðan á leik stendur, svo lengi sem boltinn er ekki í leik.
Næsta verkefni er nú að fá í hendur spurningalista sem Paul mun senda BTÍ og mun hann fara yfir spurningarnar með þátttakendum meðan á smáþjóðaleikunum stendur í júní nk. Í framhaldi af því verður haldið próf ITTF á vegum BTÍ þar sem svara þarf 60 krossaspurningum á 60 mínútum. Verður gott að vera búin að fara í gegnum smáþjóðaleikana áður en að því kemur.