Seinni viðureignin í undanúrslitum í Raflandsdeild karla hefst 26. febrúar
Í seinni viðureigninni í undanúrslitum í Raflandsdeild karla eigast við deildarmeistarar Víkings-A og A-lið HK. Fyrsta viðureignin verður í TBR-húsinu mánudaginn 26. febrúar kl. 20. Önnur viðureignin verður í Íþróttahúsi Snælandsskóla miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20. Oddaleikur, ef þörf krefur, verður í TBR-húsinu fimmtudaginn 1. mars kl. 20.
Það lið vinnur, sem fyrr vinnur tvær viðureignir, og mætir sigurliðið A-liði BH í úrslitum.
ÁMU