Sérsýning á Marty Surpreme fyrir borðtennissamfélagið
Spennu-gaman-borðtennismyndin Marty Supreme hefur farið sigurför um heiminn og nú er hún komin í sýningu á Íslandi.
Borðtennissamband Íslands býður til sérstakrar hópsýningar þar sem borðtennisiðkendur og vinir fá miða á afsláttarkjörum og geta leikið sér að því að spila borðtennis með gömlum búnaði eins og Marty og félagar notuðu á 6. áratug síðustu aldar.
Svamplausir spaðar, 38 mm kúlur í stað 40+ og borð á staðnum.
Sýningin verður kl. 18:30 sunnudaginn 1. febrúar í Smárabíó – í hinum laglega Flauelssal sem tekur 110 áhorfendur í sæti. Mælt er með að mæta um 30-40 mínútum fyrir sýningu til að spila smá fyrir mynd.
Komdu og vertu með í fjörinu – miðasöluhlekkur er hér og afslátturinn fæst með því að slá inn kóðann „Bordtennis“.


