Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sigur og tap á EM unglinga í dag

Íslenska drengjalandsliðið vann Makedóníu 3-2 og tapaði 1-3 fyrir Wales í Q-riðli í liðakeppni á EM unglinga í Rúmeníu í dag. Magnús Gauti Úlfarsson vann báða leiki sína gegn Makedóníu og Ingi Darvis Rodriquez vann annan sinn leik og tapaði hinum 12-14 í oddalotu. Birgir Ívarsson vann svo sinn leik gegn Wales. Auk þess tapaði Ingi Darvis fyrri leik sínum gegn Wales í oddalotu eftir að hafa unnið tvær fyrstu loturnar, og seinni leiknum tapaði hann 1-3.

Liðið leikur síðasta leik sinn í riðlinum við Belarus (Hvíta-Rússland) kl. 9.00 18. júlí. Liðin sem leika í Q-riðli munu leika um sæti 29-42 á mótinu, eftir því í hvaða sæti þau lenda í riðlinum. Þeir leikir fara fram seinni partinn 18. júlí.

Úrslit úr einstökum leikjum

Ísland – Makedónía 3-2

Magnús Gauti Úlfarsson – Aleksandar Rikaloski 3-0 (11-9, 14-12, 11-8) 1-0
Ingi Darvis Rodriquez – Raif Rustemovski 3-0 (9-11, 8-11, 11-7, 11-5, 11-6) 2-0
Ellert Kristján Georgsson – Metodij Buzarovski 0-3  (3-11, 5-11, 9-11) 2-1
Ingi Darvis Rodriquez – Aleksandar Rikaloski 2-3 (4-11, 11-7, 9-11, 11-6 12-14) 2-2
Magnús Gauti Úlfarsson – Raif Rustemovski 3-0 (11-4, 11-4, 11-7) 3-2

Ísland – Wales 1-3

Ingi Darvis Rodriquez – Benedict Watson 2-3 (13-11, 11-6, 8-11, 9-11, 2-11) 0-1
Magnús Gauti Úlfarsson – Joshua Stacey 0-3 (6-11, 6-11, 6-11) 0-2
Birgir Ívarsson – Alyameen Al-Dahiri 3-1 (11-9, 4-11, 12-10, 15-13) 1-2
Ingi Darvis Rodriquez – Joshua Stacey 1-3 (6-11, 11-9, 10-12, 6-11) 1-3

Á fésbókarsíðu BTÍ má sjá klippu með nokkrum stigum drengjanna. Mynd af Ellert á forsíðu af sömu síðu.

 

ÁMU

Aðrar fréttir