Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sigurjóna Hauksdóttir úr BH varð á unglingamóti KR fyrst til að vinna borðtennismót fyrir BH

Fyrsta unglingamótið í nýrri unglingamótaröð BTÍ fór fram í KR-heimilinu 30. september. Keppendur voru tæplega 50 talsins frá Akri, BH, HK, KR og Víkingi.

Kári Ármannsson úr KR sigraði í flokki stráka 12 ára og yngri og Sigurjóna Hauksdóttir úr BH í flokki stelpna 12 ára og yngri. Þetta er jafnframt fyrsta mótið sem keppandi úr BH vinnur í borðtennis.
Breki Þórðarson úr KR sigraði í flokki stráka 13-15 ára og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK í flokki stelpna 13-15 ára ára.
Pétur Gunnarsson úr KR sigraði í flokki drengja 16-18 ára og Hrefna Namfa Finnsdóttir úr HK í flokki stúlkna 16-18 ára.

ÁMU

Verðlaunahafar í flokki stelpna 12 ára og yngri (mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Aðrar fréttir