Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sigurvegarar á EM unglinga

Keppni lauk á EM unglinga í Ostrava í Tékklandi þann 20. júlí. Fjögur lönd unnu titlana fjóra í liðakeppni og verðlaunin í öðrum flokkum dreifðust líka talsvert á einstaklinga og lönd. Athygli vekur að Evrópumeistarinn í einliðaleik stúkna er frá Wales, en henni var raðað númer 8. Það er sjaldgæft að sjá leikmenn Wales efst á palli á Evrópumeistaramótum.

Evrópumeistarar unglinga 2025:

Liðakeppni kadett/meyja 15 ára og yngri: Þýskaland
Liðakeppni kadett/sveina 15 ára og yngri: Ítalía
Liðakeppni júníor/stúlkna 16-18 ára: Frakkland
Liðakeppni júníor/drengja 16-18 ára: Rúmenía

Einliðaleikur kadett/meyja 15 ára og yngri: Koharu Itagaki, Þýskalandi
Einliðaleikur kadett/sveina 15 ára og yngri: Danilo Faso, Ítalíu
Einliðaleikur júníor/stúlkna 16-18 ára: Anna Hursey, Wales
Einliðaleikur júníor/drengja 16-18 ára: David Szantosi, Ungverjalandi

Tvíliðaleikur kadett/meyja 15 ára og yngri: Alexia Nodin/Lou-Anne Boucquet, Frakklandi
Tvíliðaleikur kadett/sveina 15 ára og yngri: Danilo Faso/Francesco Trevisian, Ítalíu
Tvíliðaleikur júníor/stúlkna 16-18 ára: Leana Hochart/Nina Guo Zheng, Frakklandi
Tvíliðaleikur júníor/drengja 16-18 ára: Iulian Chirita/Tiago Abiodun, Rúmeníu/Portúgal

Tvenndarleikur kadett 15 ára og yngri: Noah Tessier/Lou-Anne Bocquet, Frakklandi
Tvenndarleikur júníor 16-18 ára: Daniel Beroza/Veronika Mattiunina, Spánn/Úkraína

Hér má sjá öll úrslit á mótinu: https://www.ettu.org/european-youth-championships/

Aðrar fréttir