Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Skemmtileg tilbreyting á innanfélagsmóti KR á stórum borðtennisborðum

Borðtennisdeild KR hélt innanfélagsmót á stórum borðtennisborðum („big table“) sunnudaginn 18. mars. Alls tóku 25 keppendur þátt í mótinu og var keppt í fjórum flokkum.

Big table leikir virka þannig að í stað þess að keppt sé á venjulegu borðtennisborði er fjórum borðtennisborðum stillt saman (tvöföld lengd og tvöföld breidd) og leikið á þeim (hver leikur ein lota, kúlan má skoppa oftar en einu sinni á borðinu). Sjá dæmi hér: https://www.youtube.com/watch?v=sqN7kFB4V20 .

Í byrjendaflokkum var keppt á breiðum borðum, þar sem tvö borð voru sett saman á breidd.

Mynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

 

ÁMU

Aðrar fréttir