Vegleg verðlaun frá Decubal, Góu, Hamborgarabúllunni og Kaffi Vest verða í boði á Grand Prix móti Borðtennisdeildar KR, sunnudaginn 18. janúar 2015. Mótið fer fram í Íþróttahúsi Hagaskóla við Neshaga. 

Skráningu lýkur kl. 20 miðvikudaginn 14. janúar 2015. Skráning fer fram á vef Tournament Software (http://www.tournamentsoftware.com). Keppendum verður ekki bætt við í mótið eftir að dregið hefur verið nema að um sannanleg misstök mótsstjórnar sé að ræða. 

Tengill beint á síðu mótsins, þar sem drátturinn verður birtur: http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=94F50547-C3A4-405E-959C-812A0F53D1EE 


Keppnisflokkar:

kl. 12:00 Opinn flokkur karla

kl. 13:00 Opinn flokkur kvenna

Sjá nánar: Grand Prix mót KR 18.1.2015

ÁMU (uppfært 13.1. og 15.1.)