Skráningu fyrir Íslandsmótið í borðtennis árið 2015, sem fram fer í KR-heimilinu 7.-8. mars, lýkur þriðjudaginn 3. mars kl. 20. Skráning fer fram á vef
Tournament Software (http://www.tournamentsoftware.com). Þeir, sem lenda í vandræðum með skráningu í gegnum vef Tournament Software geta sent skráningu beint á mótsstjórn á astaurb@gmail.com. Að loknum drætti, miðvikudagskvöldið 4. mars, verður drátturinn birtur á vef Tournament Software. Ekki verður
bætt við skráningum eftir að dregið hefur verið í mótið nema að um sannanleg mistök
mótsstjórnar sé að ræða. 

Stefnt er að því að tímasetja alla leiki á mótinu.


Styrkleikalistinn fyrir 1. mars verður uppfærður mánudaginn 2. mars og verður sá listi notaður til að draga í Íslandsmótið, skv. ákvörðun stjórnar BTÍ. Þeir, sem eru nálægt mörkum á milli flokka eru beðnir um að athuga að þeir séu skráðir í réttan flokk á mótinu.


ÁMU