Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Skrár fyrir deildakeppnina 2023-2024 komnar á vefinn

Skrárnar fyrir deildakeppnina 2023-2024 hafa verið settar á vef Tournament Software. Þar má sjá hvaða lið taka þátt, hvaða leikmenn skipa þau lið og röð leikja. Á næstunni verða upplýsingar um leiki og leikmenn líka birtar á þessum vef, þ.e. www.bordtennis.is.

Í 1. og 2. deild karla eru sex lið í hvorri deild, en 12 lið leika í 3. deild. Þeim er skipt í tvo riðla.
Keppni í 1. og 2. deild hefst 30. september en 1. október í 3. deild.

Skráningu á liðum í 1. deild kvenna lýkur 1. október og verður skráin fyrir 1. deildina uppfærð með liðum, leikmönnum og leikjum í deildinni þegar skráning liggur fyrir. Leikið verður í kvennadeildinni þann 11. nóvember.

Tenglar á vef deilda:

1. deild
https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=9f6f993a-51fc-4278-be23-648dc3bc8b19

2. deild
https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=12318df0-86bd-4652-824c-9d89e5c1e531

3. deild
https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=ec0bef61-8b74-41ca-a451-36f209961236

Á forsíðunni má sjá Íslandsmeistara BH-A í 1. deild karla vorið 2023.

Aðrar fréttir