Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Skúli og Nevena sigruðu á Grand Prix móti HK

Skúli Gunnarsson, KR og Nevena Tasic, Víkingi, sigruðu í opnum flokki karla og kvenna á Grand Prix móti HK, sem fram fór í Íþróttahúsinu Fagralundi í Kópavogi 16. nóvember. Skráðir keppendur voru 17 í karlaflokki og 7 í kvennaflokki frá BH, HK, ÍFR, KR og Víkingi. Styrktaraðili mótsins var Nói-Siríus og fengu verðlaunahafar gjafakörfur frá fyrirtækinu.

Skúli sigraði Csanád Forgács-Bálint úr HK 4-2 (9-11, 11-9, 8-11, 11-8, 11-5, 11-2) í úrslitaleiknum, en þeir voru stigahæstu leikmennirnir á mótinu. Skúli vann Óskar Agnarsson úr HK 4-1 í undanúrslitum en Óskar hafði slegið út 4. stigahæsta leikmanninn, Kristján Jónasson úr Víkingi. Csanád vann Ellert Kristján Georgsson úr KR 4-2 í hinum undanúrslitaleiknum.

Verðlaunahafar í kvennaflokki, f.v. Lóa, Sól, Nevena og Agnes.

Í kvennaflokki hélt Nevena Tasic áfram sigurgöngu sinni en hún lagði Agnesi Brynjarsdóttur úr Víkingi 4-1 (11-6, 15-13, 10-12, 11-6, 11-8) í úrslitum. Í undanúrslitum vann Nevena Lóu Floriansdóttur Zink, Víkingi 4-0 en í hinum undanúrslitunum vann Agnes Sól Kristínardóttur Mixa, BH 4-1.

Verðlaunahafar í B-keppni karla, f.v. Gestur Gunnarsson, Pétur Marteinn og Reynir Georgsson.

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson úr BH sigraði í B-keppni karla en Alexía Kristínardóttir Mixa, BH í B-keppni kvenna.

Myndir af verðlaunahöfum í opnum flokki frá HK en í B-keppni karla frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, Mynd vantar af verðlaunahöfum í B-keppni kvenna.

Aðrar fréttir