Smáþjóðaleikarnir hefjast í Lúxemborg 28. maí
Keppendur Íslands á Smáþjóðaleikunum í borðtennis
héldu til Lúxemborgar með hinum íslensku eppendunum 26. maí. Þau sem keppa fyrir Íslands hönd eru Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Eva Jósteinsdóttir, Víkingi og Kári Mímisson, KR. Einnig er Bjarni Þ. Bjarnason, landsliðsþjálfari með í för og Ingimar Ingimarsson, fararstjóri.
Keppni í borðtennis hefst 28. maí með keppni í liðakeppni og þar leika íslensku konurnar sína fyrstu leiki. Þar sem Kári er eini karlinn frá Íslandi tekur hann aðeins þátt í einliðaleik.
ÁMU
Hér til hægri má sjá Aldísi Rún Lárusdóttur á mynd Finns Hrafns Jónssonar.