Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sögulegur leikur í 1. deild kvenna í kvöld

Í kvöld var leikinn fyrsti leikurinn í 1. deild kvenna í vetur þegar KR-B tók á móti KR-A. Leikurinn var sögulegur þar sem nú er á ný leikið í 1. deild kvenna heima og að heiman. Það var líklega gert síðast á 9. áratug síðustu aldar.

Úrslit leiksins voru þau að A-lið KR, skipað Fríði Rún Sigurðardóttur og G. Magneu Clausen sigraði B-liðið, skipað Evu Morgan Maurin og Sigrúnu Ebbu Tómasdóttur 3-0. 

Næsti leikur í deildinni er viðureign HK og Dímonar sem fer fram í Íþróttahúsi HK í Fagralundi 5. nóvember kl. 10.
Leik Víkings-A og Víkings-B, sem fara átti fram 2. nóvember var frestað.

ÁMU

Aðrar fréttir