Sól leikur vel í Svíþjóð og lið hennar Åstorps fer upp um deild
Sól Kristínardóttir Mixa hefur leikið með liði Åstorps BTK í Svíþjóð í vetur, en liðið leikur í 1. deild suður.
Laugardaginn 1. febrúar lék lið Åstorps við lið Jämjö og Lyckeby og vann báða leiki örugglega 6–1 og 6–0. Þegar tvær umferðir eru eftir í deildinni er liðið eitt í efsta sæti og hefur tryggt sér sæti í „superettan“ á næsta keppnistímabili en „superettan“ er næstefsta deildin í Svíþjóð.
Skv. umfjöllun á fésbókarsíðu félagsins styrkti koma Sólar til félagsins liðið, og er hún með vinningshlutfallið 20-8 á keppnnistímabilinu.
Að öllum líkindum er Sól fyrsta íslenska borðtenniskonan sem flýgur á milli landa til að keppa fyrir erlent félagslið.