Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sól og Ingi Darvis Íslandsmeistarar í meistaraflokki

Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi, og Sól Kristínardóttir Mixa, BH, urðu Íslandsmeistarar í einliðaleik á Íslandsmótinu sem lauk í Íþróttahúsinu Digranesi í dag. Þetta var fyrsti titill Sólar í einliðaleik en Ingi Darvis sigraði líka árið 2020.

Ingi Darvis varð þrefaldur Íslandsmeistari en hann sigraði líka í tvíliðaleik með Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni, Víkingi, og tvenndarleik með Evu Jósteinsdóttur, Víkingi. Ingi og Magnús vörðu þar með titilinn sem þeir hafa unnið síðustu tvö ár.

Sól varð tvöfaldur meistari en hún varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Aldísi Rún Lárusdóttur, KR og þetta fyrsti titillinn í tvíliðaleik sem þær vinna saman. Sól er fyrsta konan úr BH til að verða Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki.

Hin 13 ára Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir úr KR sigraði í 1. flokki kvenna og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson úr BH í 1. flokki karla. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR, sigraði í 2. flokki kvenna og Dawid May-Majewski, BR í 2. flokki karla. Titill Dawids var fyrsti titill BR á Íslandsmóti fullorðinna í borðtennis.

Halldóra Ólafs vann fyrstu verðlaun BM á Íslandsmóti í borðtennis, en félagið var stofnað árið 2023. Hún vann til bronsverðlauna í tvíliðaleik kvenna, þar sem hún lék með Stellu Karen Kristjánsdóttur úr Víkingi.

Sjö manna fjölskylda úr Vesturbænum í Reykjavík sýndi hvað borðtennis er góð fjölskylduíþrótt en þau Guðrún Gestsdóttir og Gunnar Skúlason og börn þeirra fimm, Pétur, Skúli, Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala kepptu öll á mótinu. Þau fóru heim með fern verðlaun, þar á meðal ein gullverðlaun.

Skráðir keppendur á mótinu voru 99, og komu þeir úr félögunum BH, BM, Garpi, HK, ÍFR, KR og Víkingi.

BTÍ vill koma sérstökum þökkum á framfæri til HK sem tók að sér að halda mótið við framúrskarandi aðstæður í Digranesi. Einnig vill BTÍ þakka mótsstjórn fyrir vel unnin störf en í henni voru Tómas Shelton, Guðrún Gestsdóttir og Óskar Agnarsson. Að auki vill stjórn þakka Eyrúnu Elíasdóttur, sem aðstoðaði við mótsstjórn á föstudaginn og dæmdi alla helgina. Öllum öðrum sjálfboðaliðum og dómurum sem lögðu hönd á plóg við að gera mótið svona glæsilegt eru færðar þakkir.

Verðlaunahafar:

Meistaraflokkur kvenna, sjá mynd á forsíðu
1. Sól Kristínardóttir Mixa, BH
2. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
3.-4. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

Meistaraflokkur karla
1. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
2. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
3.-4. Davíð Jónsson, KR

1. flokkur kvenna
1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
2. Ársól Clara Arnardóttir, KR
3.-4. Helena Árnadóttir, KR
3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

1. flokkur karla
1. Pétur Marteinn Tómasson, BH
2. Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi
3.-4. Björgvin Ingi Ólafsson, HK
3.-4. Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK

2. flokkur kvenna
1. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
2. Kristjana Áslaug Thors, KR
3.-4. Natálía Marciníková, KR
3.-4. Weronika Grzegorczyk, Garpi

2. flokkur karla
1. Dawid May-Majewski, BR
2. Anton Óskar Ólafsson, Garpi
3.-4. Hergill Frosti Friðriksson, BH
3.-4. Tómas Hinrik Holloway, KR

Tvíliðaleikur kvenna
1. Aldís Rún Lárusdóttir/Sól Kristínardóttir Mixa, KR/BH
2. Eva Jósteinsdóttir/Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi
3.-4. Guðrún G Björnsdóttir/Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
3.-4. Halldóra Ólafs/Stella Karen Kristjánsdóttir, BM/Víkingi

Tvíliðaleikur karla
1. Ingi Darvis Rodriguez/Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
2. Eiríkur Logi Gunnarsson/Pétur Gunnarsson, KR
3.-4. Daði Freyr Guðmundsson/Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi/HK
3.-4. Ellert Kristján Georgsson/Óskar Agnarsson, KR/HK

Tvenndarleikur
1. Eva Jósteinsdóttir/Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
2. Sól Kristínardóttir Mixa/Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Guðrún G Björnsdóttir/Pétur Gunnarsson, KR
3.-4. Þóra Þórisdóttir/Ellert Kristján Georgsson, KR

Streymt var frá mótinu á vef BTÍ á YouTube.

Fjölmargar myndir frá mótinu má finna á fésbókarsíðu BTÍ og á þessum slóðum:

Myndir frá Ingimar Ingimarssyni: https://lightroom.adobe.com/shares/f075a0eeb9734ac7ae7cdf289ddae256

Myndir frá Finni Hrafni Jónssyni: https://www.flickr.com/photos/finnurhrafn/albums/72177720315223049/ og eru myndirnar af verðlaunahöfunum teknar af þessari síðu.

Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef mótsins, sjá https://www.tournamentsoftware.com/tournament/CE605194-0478-443C-8E9D-E2D5B951D4A4

 

Frétt uppfærð 5. mars 2024

Aðrar fréttir