Sól og kvennalið BH tilnefnd í vali á íþróttafólki Hafnarfjarðar
Sól Kristínardóttir Mixa var ein tíu íþróttakvenna sem var tilnefnd sem íþróttakona Hafnarfjarðar 2024. Einnig var kvennalið BH tilnefnt sem lið ársins en liðið varð deildarmeistari í 1. deild kvenna á síðastliðnu keppnistímabili.
Tilkynnt var um valið þann 27. desember en það var handknattleikskonan Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum, sem varð fyrir valinu sem íþróttakona Hafnarfjarðar, annað árið í röð. Karlalið FH var valið lið ársins.
Að venju heiðraði Hafnarfjarðarbæ íþróttafólk bæjarins sem hafði unnið til ýmissa afreka innanlands og utan og fékk borðtennisfólk úr BH viðurkenningar við það tilefni.