Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sól og kvennalið BH tilnefnd í vali á íþróttafólki Hafnarfjarðar

Sól Kristínardóttir Mixa var ein tíu íþróttakvenna sem var tilnefnd sem íþróttakona Hafnarfjarðar 2024. Einnig var kvennalið BH tilnefnt sem lið ársins en liðið varð deildarmeistari í 1. deild kvenna á síðastliðnu keppnistímabili.

Tilkynnt var um valið þann 27. desember en það var handknattleikskonan Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum, sem varð fyrir valinu sem íþróttakona Hafnarfjarðar, annað árið í röð. Karlalið FH var valið lið ársins.

Að venju heiðraði Hafnarfjarðarbæ íþróttafólk bæjarins sem hafði unnið til ýmissa afreka innanlands og utan og fékk borðtennisfólk úr BH viðurkenningar við það tilefni.

Aðrar fréttir