Staðan í aldursflokkamótaröðinni
Staðan í aldursflokkamótaröðinni í jöfn og spennandi í flestum flokkum mótaraðarinnar fyrir síðasta mótið í mótaröðinni, sem fer fram í TBR-húsinu sunnudaginn 9. febrúar.
Í flestum flokkum eiga fleiri en einn keppandi möguleika á að vera stigahæstur að loknu lokamótinu. Það er aðeins í drengjaflokki (16-18 ára) sem sigurvegari í mótaröðinni liggur fyrir en þar hefur Þorbergur Freyr Pálmarsson úr BH tryggt sér sigur.
Efstu keppendur í sínum aldursflokki:
- Tátur 11 ára og yngri: Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, 16 stig
- Hnokkar 11 ára og yngri: Jökull Ernir Steinarsson, Garpi og Tómas Hinrik Holloway, KR, 12 stig
- Telpur 12-13 ára: Helga Dögg Ólafsdóttir, Dímon, Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpur og Magnea Ósk Hafsteinsdóttir, Dímon 8 stig
- Piltar 12-13 ára: Alexander Chavdarov Ivanov, BH, 16 stig
- Meyjar 14-15 ára: Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Dímon, 12 stig
- Sveinar 14-15 ára: Kristófer Júlían Björnsson, BH, 12 stig
- Stúlkur 16-18 ára: Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH, 10 stig
- Drengir 16-18 ára: Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH, 18 stig
Skjal með stöðunni: