Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Staðan í aldursflokkamótaröðinni að loknum fjórum mótum

Úrslit úr aldursflokkamóti Samherja, sem fram fór að Hrafnagili í Eyjafirði 9. mars sl., eru komin á vef Tournament Software, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=783DB618-9309-4F62-A0B6-79541CCA92AD

Í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands hafa þá farið fram fjögur af fimm áætluðum mótum á keppnistímabilinu. Síðasta mótið í mótaröðinni verður haldið í Reykjavík 28. apríl í umsjón Borðtennisdeildar KR. Að loknu því móti verða afhentar viðurkenningar til þeirra leikmanna sem hafa hlotið flest stig í hverjum flokki að loknum mótum vetrarins.

Í þremur flokkum er þegar ljóst hvaða leikmenn munu verða efstir, þar sem þau hafa meira en átta stiga forskot í sínum flokki. Það eru þau
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR (tátur 11 ára og yngri), Kristófer Júlían Björnsson, BH (piltar 12-13 ára) og Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR (meyjar 14-15 ára).

Eftirtaldir leikmenn eru í forystu í sínum flokki að loknum fjórum mótum, að frátöldum þeim sem eru talin hér að ofan: Alexander Ivanov, BH (hnokkar 11 ára og yngri); Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi (telpur 12-13 ára); Eiríkur Logi Gunnarsson, KR (sveinar 14-15 ára); Davíð Þór Ásgeirsson, BH (drengir 16-18 ára) og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi (stúlkur 16-18 ára).

Í viðhengi má sjá stöðuna í mótaröðinni að loknum fjórum mótum:

Á forsíðumyndinni má sjá Kristófer Júlían Björnsson, BH sem hefur tryggt sér sigur í piltaflokki. Mynd frá aldursflokkamóti BH í febrúar.

ÁMU

Aðrar fréttir