Staðan í aldursflokkamótaröðinni eftir tvö mót
Haldin hafa verið tvö mót í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands, fyrst á vegum KR þann 6. október og svo hjá Dímon 2. nóvember. Staðan er jöfn í öllum flokkum og enginn leikmaður sem hefur unnið bæði mótin í sama flokki, ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár.
Nikulás Dagur Jónsson úr BH vann fyrsta mótið í hnokkaflokki og annað mótið í piltaflokki, svo hans stig skiptast á milli tveggja flokka.
Eftirtaldir leikmenn hafa forystu í stigakeppninni í sínum aldursflokki:
- Hnokkar 11 ára og yngri: Jökull Ernir Steinarsson, Garpi (10 stig)
- Tátur 11 ára og yngri: Bryndís Halla Ólafsdóttir, Dímon og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR (8 stig)
- Piltar 12-13 ára: Alexander Chavdarov Ivanov, BH; Anton Óskar Ólafsson, Garpi og Nikulás Dagur Jónsson, BH (8 stig) en Nikulás keppti upp fyrir sig um flokk á Dímonarmótinu.
- Telpur 12-13 ára: Helga Dögg Ólafsdóttir, Dímon og Magnea Ósk Hafsteinsdóttir, Dímon (8 stig)
- Sveinar 14-15 ára: Kristinn Viðar Eyjólfsson, Umf. Hekla (10 stig)
- Meyjar 14-15 ára: Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Dímon (12 stig)
- Drengir 16-18 ára: Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH (10 stig)
- Stúlkur 16-18 ára: Sól Kristínardóttir Mixa, BH (9 stig), en Sól keppir upp fyrir sig um flokk.
Næsta mót í mótaröðinni fer fram að Hrafnagili á vegum Umf. Samherja 30. nóvember. Eftir áramót eru tvö mót til viðbótar á mótaskránni.
Skjal með stöðu í öllum flokkum; leikmenn sem spiluðu upp fyrir sig í aldri skyggðir með bláu:
Mynd á forsíðu af fésbókarsíðu BTÍ, tekin á bikarkeppninni 9.11.2019.