Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Staðan í aldursflokkamótaröðinni eftir tvö mót

Tvö mót af þremur hafa verið haldin í aldursflokkamótaröð BTÍ, þ.e. aldursflokkamót BH 30. janúar og aldursflokkamót KR 6. febrúar.

Þriðja og síðasta mótið í mótaröðinni verður aldursflokkamót Víkings 21. febrúar.

Á mótinu hjá BH var leikmönnum heimilt að leika í fleiri en einum flokki og nýttu nokkrir leikmenn sér það. Það var hins vegar ekki heimilt á mótinu hjá KR en þó var stúlkum heimilt að leika jafnframt í drengjaflokki.

Stigahæstu leikmennirnir í hverjum flokki eru Alexander Ivanov, BH, Eyþór Birnir Stefánsson, Umf. Selfoss, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR, Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi, Steinar Andrason, KR, Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH og Þorsteinn Jakob Jónsson, BH. Kristófer Júlían Björnsson, BH er einnig meðal efstu manna í drengjaflokki en hann spilaði upp fyrir sig í aldri í þeim flokki.

Sjá má stöðuna í mótaröðinni í viðhengi.

Aðrar fréttir