Staðan í deildum fyrir lokahelgina
Í Keldudeild kvenna eru aðeins tvö lið sem leika tvo leiki um deildarmeistaratitilinn og Víkingur vann fyrri leikinn. Úrslitin í Keldudeild kvenna ráðast því um helgina.
Staðan í Keldudeild karla er þannig að Víkingur A er í efsta sæti með 8 vinninga af 8 mögulegum og BH A er í öðru sæti tveim vinningum þar á eftir. Víkingum nægir að vinna annan leikinn sinn um helgina til þess að endurheimta titilinn.
Í fallbaráttunni eru BH B og KR B jöfn í neðsta sæti með sitthvorn vinningin.
Lið | Stig | Leiknir leikir | Unnir leikir | Tapaðir leikir | |
1 | Víkingur-A | 16 | 8 | 8 | 0 |
2 | BH-A | 12 | 8 | 6 | 2 |
3 | KR-A | 10 | 8 | 5 | 2 |
4 | HK-A | 6 | 8 | 3 | 5 |
5 | BH-B | 2 | 8 | 1 | 6 |
6 | KR-B | 2 | 8 | 1 | 7 |
Staðan í 2. deild er þannig að HK-B hefur leikið alla leiki sína og hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistara titilinn.
Fallbaráttan í 2. deild er hörð þar sem HK-C og Víkingur C eru með þrjá vinninga en Akur-A er með tvo vinninga og Samherjar-A eru með einn vinning. Samherji og Akur eiga eftir að leika bæði við Víkning C og HK-C og getur því allt gerst enn í 2. deild.
Lið | Stig | Leiknir leikir | Unnir leikir | Tapaðir leikir | |
1 | HK-B | 18 | 10 | 9 | 1 |
2 | Víkingur-B | 12 | 8 | 6 | 2 |
3 | HK-C | 6 | 8 | 3 | 5 |
4 | Víkingur-C | 6 | 8 | 3 | 5 |
5 | Akur-A | 4 | 7 | 2 | 5 |
6 | Samherjar-A | 2 | 7 | 1 | 6 |
Staðan í Suðvestur riðli er þannig að BR-A og BR-B eru jöfn í efsta sæti og heyja harða baráttu upp á deildarmeistaratitilinn þar sem lítur út fyrir að hver lota og hvert stig skipti máli.
Leikur BH-C og KR-E sem frestað var 16. janúar fer fram í kvöld.