Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Staðan í unglingamótaröðinni eftir tvö mót

Tvö mót hafa farið fram í unglingamótaröð Borðtennissambands Íslands, bæði utan höfuðborgarinnar. Fyrsta mótið var haldið á fyrsta vetrardag, 24. október á Hvolsvelli, og annað mótið fór fram að Hrafnagili 15. nóvember.

Tveir leikmenn hafa unnið bæði mótin í sínum aldursflokki og eru því með 16 stig: Kári Ármannsson úr KR í flokki sveina fæddra 2001-2002 og Þorgils Gunnarsson úr Umf. Heklu í flokki pilta fæddra 2003-2004. Í hnokkaflokki (fæddir 2005 og síðar) hafa Kristófer Júlían Björnsson úr BH og Sindri Sigurðarson úr Umf. Samherjum 8 stig hvor og í tátuflokki (fæddra 2005 og síðar) er Karitas Ármannsdóttir í forystu með 8 stig. Í telpnaflokki (fæddar 2003-2004) hafa Hildur Marín Gísladóttir  úr Umf. Samherjum og Þuríður Þöll Bjarnadóttir úr KR 8 stig. Í meyjaflokki (fæddar 2001-2002) eru Stella Karen Kristjánsdóttir úr Víkingi og Sveina Rósa Sigurðardóttir úr KR í forystu með 8 stig. Í drengjaflokki (fæddir 199-2000) hafa Júlíus Fannar Thorarensen úr Akri og Magnús Gauti Úlfarsson úr BH 8 stig. Engin stúlka fædd 1998-2000 hefur verið skráð í þau mót sem haldin hafa verið.

Næsta mót í mótaröðinni fer fram 9. janúar í Íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón Borðtennisdeildar KR. Þar á eftir eru tvö unglingamót á mótaskránni: Helgina 6.-7. febrúar heldur BH mót í Hafnarfirði og þann 14. febrúar heldur Víkingur mót í TBR-húsinu. Átta stigahæstu unglingarnir í hverjum aldursflokki að loknum þessum fimm mótum fá boð á lokamótið, sem haldið verður í TBR-húsinu 16. apríl.

Í viðhengi er skjal sem sýnir stöðuna í hverjum aldursflokki fyrir sig: Unglingamótaröðin 2015-16 28.12.2015

Á forsíðumyndinni má sjá Magnús Gauta Úlfarsson, sem vann eina mótið í drengjaflokki sem hann tók þátt í. Mynd frá EM unglinga 2015 frá Kristjáni Viðari Haraldssyni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir