Borðtennissambandið auglýsir lausa til umsóknar stöðu unglingalandsliðsþjálfara.  Einar Geirsson núverandi unglingalandsliðþjálfari er á leið til starfa í Noregi og þarf því nú að ráða nýjan mann í brúnna.  Stærsta verkefni unglingalandsliðsþjálfara á þessu ári er  Evrópumót unglinga í Bratislava Slóvakíu sem fram fer 10.-19. júlí 2015.  Efniviðurinn er nú sterkur og verkefnið spennandi.