Stefán Ingvar ráðinn sem verkefnastjóri
Í framhaldi af auglýsingu BTÍ 26. maí sl. var ákveðið að ráða Stefán Ingvar Vigfússon sem verkefnastjóra Borðtennissambands Íslands í 25% starf og hefur hann þegar hafið störf.
Stefán Ingvar hefur fjölbreytta reynslu af verkefnastjórnun, framleiðslu og markaðs- og kynningarmálum og hefur meðal annars starfað í markaðsdeild indó sparisjóðs og við framleiðslu fjölda leiksýninga og sjónvarpsþátta. Hann æfði borðtennis hjá KR sem barn og unglingur og kveðst vera spenntur að nýta tækifærið til þess að gripa aftur í spaða.
Stefán Ingvar verður stjórn til halds og traust við almenn skrifstofustörf og umsýslu, bókun ferða og gistingar og fleira.