Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Stelpufjör á Selfossi 22. febrúar

Laugardaginn 22. febrúar kl. 11-14 ætla reyndar borðtenniskonur og margfaldir Íslandsmeistarar, þær Aldís Rún Lárusdóttir, Guðrún G Björnsdóttir og Halldóra Ólafs að halda viðburð nr. 2 í seríunni borðtennisfjör fyrir stelpur. Viðburðurinn verður haldinn í Stekkjaskóla á Selfossi og verður aðalinngangurinn opinn.

Þátttaka er ókeypis og í boði fyrir allar stelpur fæddar 2017 og eldri.
Pizzaveisla verður beint eftir æfinguna.

Skráning er á netfangið aldisrun@gmail.com og er beðið um nafn leikmanns, fæðingarár og símanúmer forráðamanns.

Síðasti viðburður var haldinn í Íþróttahúsi Hagaskóla þann 7. september og þá mættu um 20 stelpur til leiks, sjá nánar í frétt: https://bordtennis.is/vel-heppnad-bordtennisfjor-fyrir-stelpur/.

Aðrar fréttir