Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Stigamót Borðtennisdeildar KR verður haldið 25. september

Borðtennisdeild KR heldur fyrsta stigamót keppnistímabilsins 2016-2017 sunnudaginn 25. september 2016 í Íþróttahúsi Hagaskóla, Neshaga 3 (miðinngangur). Keppni hefst kl. 11.

Flokkar

  • 11:00 2. flokkur karla
  • 13:30 1. flokkur karla
  • 14:30 2. flokkur kvenna
  • 15:00 Meistaraflokkur kvenna
  • 15:30 Meistaraflokkur karla
  • 16:00 1. flokkur kvenna

Fyrirkomulag keppni

Keppt er í riðlum og spilað er með útslætti upp úr riðlunum. Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik. Raðað verður í töflu samkvæmt keppnisreglum eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ.

Leikið verður á Stiga expert borðum með hvítum 3ja stjörnu plastkúlum.

Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.

Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.

Þátttökugjöld: 1.000 krónur á mann fyrir keppni í einum flokki. Ef þátttökugjald er greitt áður en skráningu lýkur (21.9. kl. 20) er veittur afsláttur og er þátttökugjaldið þá 800 kr. fyrir hvern flokk. Gjaldið greiðist inn á bankareikning Borðtennisdeildar KR: 0137-26-008312, kennitala 661191-1129. Senda skal tilkynningu við millifærslu á netfangið bordtennisdeildkr@gmail.com og setja inn kennitölu leikmanns, sem greitt er fyrir.

Skráning fer fram á vef Tournament Software (http://www.tournamentsoftware.com) til kl. 20 miðvikudaginn 21. september 2016. Setja skal kennitölu sem „Member ID“. Á vef BTÍ (www.bordtennis.is) eru leiðbeiningar um stofnun reiknings og skráningu á Tournament Software. Þeir, sem hafa áður stofnað reikning til að skrá sig á mót geta notað hann aftur. Ef ekki gengur að skrá sig á vef Tournament Software má senda skráningu til mótsstjórnar fyrir kl. 20 miðvikudaginn 21. september 2016.

Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ!

Dregið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla fimmtudaginn 22. september klukkan 17:00. Eftir að dregið hefur verið í mótið verður ekki bætt við keppendum, nema að um sannanleg mistök mótsstjórnar sé að ræða. Drátturinn verður birtur á vef Tournament Software.

Mótstjórn

Mótstjórn:

Aldís Rún Lárusdóttir, gsm. 665 6330, aldisrun@gmail.com

Ásta M. Urbancic, gsm. 895 96 93, astaurb@gmail.com

Magnús Stefánsson, gsm. 865 3884, magnus.stefansson@gmail.com

Yfirdómari: Verður tilkynntur síður.

Bréf um mótið: stigamot-kr-i-bordtennis-25-9-2016

 

ÁMU

Aðrar fréttir