Fimmtán KR-ingar héldu í æfingabúðir í borðtennis í Tjele í Danmörku að morgni 25. júní. Auk þess bætast 7 leikmenn KR úr unglingalandsliðinu við í hópinn eftir helgina að loknu Norður-Evrópumóti unglinga í Eistlandi og 6 leikmenn úr BH og Víkingi. Þetta er stærsti hópurinn sem KR hefur sent til útlanda í æfingabúðir í borðtennis. Með í hóp eru fjórir foreldrar og fararstjórar.

Hópurinn kemur heim 2. júlí.

Meðfylgjandi eru myndir frá Auði Tinnu þjálfara og fararstjóra af brottför hópsins 25. júní.

 

ÁMU

KR til Tjele samsett