Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Stór hópur KR-inga í æfingabúðir í Danmörku

Fimmtán KR-ingar héldu í æfingabúðir í borðtennis í Tjele í Danmörku að morgni 25. júní. Auk þess bætast 7 leikmenn KR úr unglingalandsliðinu við í hópinn eftir helgina að loknu Norður-Evrópumóti unglinga í Eistlandi og 6 leikmenn úr BH og Víkingi. Þetta er stærsti hópurinn sem KR hefur sent til útlanda í æfingabúðir í borðtennis. Með í hóp eru fjórir foreldrar og fararstjórar.

Hópurinn kemur heim 2. júlí.

Meðfylgjandi eru myndir frá Auði Tinnu þjálfara og fararstjóra af brottför hópsins 25. júní.

 

ÁMU

KR til Tjele samsett

Aðrar fréttir