Stórleikur er á morgun, þriðjudaginn 20. desember í 1. deild karla þegar mætast erkifjendurnir og stórveldin KR A Víkingur A.  Fer leikurinn fram á heimavelli Víkinga í TBR húsinu og hefst hann kl. 18:30.  Eru allir hvattir til að mæta og hvetja liðin til dáða.