Strákarnir okkar luku keppni í dag á HM í Dortmund.
Mynd af leik Íslendinga og Mongolíu 29.04.2012 tekin af Sigurði Vali Sverrissyni.
Íslenska liðið lauk keppni á HM í Dortmund í dag þegar það spilaði við lið Barbados öðru sinni. Var leikurinn um 103-104 sætin á leikunum. Átti íslenska liðið harma að hefna en það tapaði 3-2 gegn Barbados í undanriðlinum. Leikurinn spilaðist ekki vel og sigraði Barbados 3-0.
Íslenska liðið spilaði í gær við lið Guernsey og var það hörkuleikur sem Guernsey vann í 5 leik 3-2.
Þáttöku íslenska liðsins á mótinu er þar með lokið. Liðið var samansett af tveimur reyndum leikmönnum, þeim Adam Harðarsyni og Magnúsi K Magnússyni og tveimur yngri leikmönnum, þeim Davíð Jónssyni og Kára Mímissyni sem tóku þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í liðakeppni. Voru drengirnir undir styrkri leiðsögn þjálfarans Bjarna Þ. Bjarnasonar.
Liðsmenn okkar koma reynslunni ríkari heim og vita nú nákvæmlega hvar þeir standa og hvað þurfi að bæta á æfingum til að frekari framfarir verði. Er nú tímabært að setja skýr markmið um það hvar við viljum standa á næsta móti.
BTÍ er stolt af strákunum og hlakkar til að fá þá aftur til landsins.