Styrkir úr styrktarsjóði BTÍ
Stjórn BTÍ hefur afgreitt styrktaruppsóknir til Styrktarsjóðs BTÍ fyrir keppnistímabilið 2022 til 2023. Alls voru gefin vilyrði fyrir styrkjum rúmlega að upphæð 400.000 kr., sem uppfyllir markmið BTÍ. Alls bárust umsóknir frá 11 einstaklingum eða félögum. Níu einstaklingar eða félög fengu styrk en tveimur umsóknum var hafnað eða óskað eftir nýrri umsókn.
Eftirtalin verkefni fengu styrk að þessu sinni:
- Fimm leikmenn HK fengu styrk til þátttöku á Europe Cup
- Björgvin Ingi Ólafsson fær styrk til þátttöku á þremur keppnismótum og tveimur æfingabúðum
- Magnús Jóhann Hjartarson fær styrk vegna þátttöku á mótinu Zwei Burgen Turnier í Þýskalandi og öðru í Englandi
- Gestur Gunnarsson fær styrk vegna æfinga í Helsingborg Svíþjóð og þátttöku á móti í Roskilde í Danmörku
- Magnús Gauti Úlfarsson fær styrk vegna þátttöku á móti í Roskilde í Danmörku og öðru í Englandi
- Þorbergur Freyr Pálmarsson fær styrk vegna þátttöku á móti í Roskilde í Danmörku
- Jóhannes Bjarki Tómasson fær styrk vegna þátttöku á móti í Roskilde í Danmörku
- Ingi Darvis Rodriguez fær styrk tengt æfingadvöl í Halmstad í Svíþjóð
- Borðtennisfélagið BR fær styrk tengt fagþjálfun
Styrkir verða greiddir út að verkefnunum loknum.