Styrkleikalisti 1. apríl hefur verið birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. apríl 2012 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Íslandsmót fullorðinna, Íslandsmót unglinga, Íslandsmót öldunga, Coca-Cola mót Víkings og leikir í 1. deild karla og kvenna í mars verið lesin inn í styrkleikalistann, alls 524 leikir.
Nokkuð var um tilfærslur á listanum í kjölfar Íslandsmótanna og skal þar helst nefna að Víkingurinn Kristinn Sigurðsson er kominn upp í 1. flokk.
ÁMU