Styrkleikalisti 1. desember birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2024 (kallaður eftir viku 49) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Stórmót HK 9. nóvember, Flokkakeppni unglinga 16. nóvember og leikir í deildakeppninnni 10. nóvember og helgina 23.-24. nóvember verið lesnir inn í listann.
Hrefna Namfa Finnsdóttir kom aftur inn af óvirka listanum. Eva Jósteinsdóttir er nú sýnileg á styrkleikalistanum þar sem hún keppti í einliðaleik í nóvember en frá því að hún tók spaðann af hillunni í fyrra hafði hún bara keppt í tvíliða- og tvenndarleik og því ekki sést á listanum, þar sem hann sýnir eingöngu stig fyrir einliðaleik.
Piotr Cyganik, BR og Piotr Rajkiewicz voru metnir inn á listann vegna árangurs á mótum í nóvember.
Erlendir leikmenn, sem ekki hafa íslenska kennitölu, eru ekki lesnir inn á styrkleikalistann.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildakeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd tekin af fésbókarsíðu BTÍ.