Styrkleikalisti 1. desember keyrður upp aftur
Styrkleikalistinn fyrir 1. desember (merktur viku 49) hefur verið keyrður upp aftur, þar sem ÍFR Para open 25 mótinu, sem haldið 29. nóvember, hefur verið bætt inn á listann.
Mótanefnd BTÍ ákvað að mót fatlaðra eigi heima á styrkleikalista BTÍ, og stjórn BTÍ styður þá ákvörðun, sem hluta af frekara samstarfi við ÍF.
Fram til þessa hafa mót þar sem eingöngu er keppt í flokkum fatlaðra ekki farið inn á styrkleikalista BTÍ.
Á þessu móti komu sex leikmann aftur inn á virka listann af óvirka listanum.


