Styrkleikalisti 1. febrúar birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. febrúar 2021 (kallaður eftir viku 6) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar. Listinn var endurkeyrður frá 1. október 2020, þar sem einn leikmaður var vitlaust skráður í deildakeppninni í október.
Við þessa uppfærslu hafa þær umferðir í 1. og 2. deild sem leiknar hafa verið út janúar 2021 verið lesnar inn í styrkleikalistann, sem og borðtennismót BH 30. og 31. janúar.
Nokkrir nýir leikmenn voru metnir inn á styrkleikalistann vegna árangurs í fyrstu leikjum sínum sem fara inn á listann. Í október voru það Norbert Bedo, KR (sem heitir Bedö Norbu á listanum), sem fór inn með 1578 stig og Grzegorz Michal Rucinski, BH, sem fór inn með 1361 stig. Í janúar bættust við Piotr Herman, HK, með 1402 stig, Ryszard Zaworski, HK, með 1352 stig, Damian Kossakowski, HK með 1340 stig, Michael May-Majewski, HK, með 1256 stig og Birgir Logi Jónsson, Umf. Selfoss með 1229 stig.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]).
Forsíðumynd af Nevenu Tasic frá úrslitum í deildakeppninni haustið 2020 af Facebook síðu BTÍ.