Styrkleikalisti fyrir 1. janúar 2019 (kallaður eftir viku 53) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.

Frá því að síðasti listi var birtur hafa Grand Prix mót Víkings og aldursflokkamót Víkings, sem haldin voru 8.-9. desember verið lesin inn í styrkleikalistann.

Við uppfærslu á þessum lista endurheimti Magnús K. Magnússon, Víkingi, efsta sætið á karlalistanum sem hann deildi með Magnúsi Gauta Úlfarssyni úr BH með sigri á Grand Prix mótinu en Magnús Gauti keppti ekki í desember. 

Mateusz Piotr Kanarek úr Akri var metinn inn á listann með 1803 stig byggt á úrslitum á sínum fyrstu mótum. 

Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann telur ekki með leiki í deildarkeppninni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]) eða Hlöðver ([email protected]).

Á forsíðumyndinni má sjá Magnús K. Magnússon á eldri mynd.

 

ÁMU

Tags

Related