Styrkleikalisti fyrir 1. júlí 2021 (kallaður eftir viku 26) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar. Þetta er síðasti listi keppnistímabilsins 2020-2021.

Við þessa uppfærslu voru Íslandsmót unglinga, bikarkeppni BTÍ, úrslitaleikir í deildarkeppninni í maí og leikur um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili þann 2. júní lesin inn í styrkleikalistann. Þar sem síðstnefndi leikurinn var leikinn í júní er listinn miðaður við 1. júlí en ekki 1. júní, eins og venja er.

Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. markvert að Þórdís Lilja Jónsdóttir, BH, vann sig upp í 1. flokk í fyrsta skipti. Einnig má sjá að Íslandsmeistarar unglinga stökkva upp listann, sérstaklega þeir Íslandsmeistarar í drengjaflokkum sem ekki höfðu flest stig leikmanna í sínum aldursflokki fyrir mótið. Þannig stökk t.d. Daði Meckl, Akri upp um 82 stig og 283 sæti. Dariam Kinghorn, HK, hækkaði um 72 stig og 67 sæti og Björgvin Ingi Ólafsson, HK, hækkaði um 56 stig.

Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu (astaurb@gmail.com).

Forsíðumynd af Þórdísi úr myndasafni.